Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, heldur efsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæsta skólafólk landsins en Þorsteinn tróndi einnig á toppnum árið 2018, það er síðast þegar tekjublað Frjálsrar verslunar kom út.

Annar lyfjafræðiprófessor, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, fylgir í kjölfar Þorsteins en tekjur hennar námu að jafnaði 3.463 þúsund krónum á mánuði, það er tæpri milljón minna en hjá Þorsteini. Pétur Hörður Hannesson, aðjúnkt við læknadeild HÍ, er einnig yfir þremur milljónum króna.

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, var með 2.769 þúsund krónur í tekjur að jafnaði og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, er næst á eftir honum.

Þrír rata á listann frá Háskólanum í Reykjavík en það eru Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar, Ari Kristinn Jónsson, núverandi rektor en hann tekur brátt við forstjórastöðu hjá AwareGO, og að endingu Helgi Þór Ingason, forstöðumarðu MPR-náms í skólanum.

Tekjur tíu hæstu á mánuði að jafnaði í þúsundum króna:

  1. Þorsteinn Loftsson, lyfjafrprófessor HÍ - 4.456
  2. Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfjrafr. HÍ - 3.463
  3. Pétur Hörður Hannesson, aðjúnkt við læknad. HÍ - 3.315
  4. Vilhjálmur Egilsson, fyrrv. rektor Bifröst - 2.839
  5. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði HÍ - 2.769
  6. Tómas Þór Ágústsson, yfirlæknir sérnáms í lækningum - 2.603
  7. Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar HR - 2.582
  8. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR - 2.505
  9. Kristín Huld Haraldsdóttir, lektor skurðlæknisfræði - 2.357
  10. Helgi Þór Ingason, prófessor HR, forstm. MPR náms - 2.254

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .