Taugaskurðlæknirinn Bjarni Torfason er launahæstur á lista yfir tekjur lækna og tannlækna. Launatekjur hans á síðasta ári námu 7,8 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Ágúst Oddsson, heimilislæknir á Hvammstanga, sem var með 5,9 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Ásbjörn Jónsson, röntgenlæknir og dósent við Háskóla Íslands, með 5,1 milljón króna á mánuði.

Allir á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu læknar og tannlæknar:

  1. Bjarni Torfason, taugaskurðlæknir - 7,8 milljónir króna
  2. Ágúst Oddsson, heimilislæknir, Hvammstanga - 5,9 milljónir
  3. Ásbjörn Jónsson, röntgenl. dósent við HÍ - 5,1 milljón
  4. Ásgeir Böðvarsson, lyflæknir, yfirl. Húsavík - 4,9 milljónir
  5. Jón H H Sen, skurðlæknir - 4,3 milljónir
  6. Robert Maciej Wojciechowski, sérfr. í svæfingal. HSA - 3,9 milljónir
  7. Sigurgeir Trausti Höskuldsson, læknir Heilbrst. Suðurnesj. - 3,7 milljónir
  8. Þorsteinn Bergmann, læknir - 3,7 milljónir
  9. Þórir Björn Kolbeinsson, heimilislæknir, Hellu - 3,6 milljónir
  10. Fjölnir Freyr Guðmundsson, frkvstj. lækninga HSS - 3,6 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði