Það er ekkert launungarmál að þegar vextir voru hvað lægstir, eða 0,75%, þá tóku margir óverðtryggð lán (nafnvaxtalán), jafnvel á breytilegum vöxtum. Nú standa vextirnir í 6%. Vaxtahækkunarferlið, sem staðið hefur yfir í eitt og hálft ár, hefur valdið reiði hjá mörgum.

Spurður hvort hann hafi skilning á reiði fólks svarar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri: „Auðvitað skil ég hana. Það vill enginn borga hærri vexti. Hinsvegar er það þannig að þegar fólk er með nafnvaxtalán þá er verðbólgan staðgreidd og þrátt fyrir allt þá hafa raunvextir verið neikvæðir þannig að jafnvel þó vextir á breytilegum lánum hafi verið hækka þá eru þeir samt lægri en verðbólgan hefur verið, sem þýðir að höfuðstóllinn er að lækka.

Staðreyndin er því sú að þeir sem tóku lán til fasteignakaupa á árunum 2020 og 2021 hafa hagnast bæði af hækkunum á fasteignaverði  sem neikvæðum raunvöxtum. Enn sem komið er ætti þetta fólk að hrósa happi. ”

Þetta kemur fram í viðtali við Ásgeir í bók Frjálsrar verslunar 300 stærstu, en áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.

Nú er það svo að stýrivaxtahækkanir koma verst niður á þeim sem spenntu bogann of hátt þegar vextirnir voru hvað lægstir. Fjárhagslegt svigrúm þessa hóps til að takast á við hækkandi greiðslubyrði samfara vaxtahækkunum er lítið. Þá vaknar spurningin hvort bankarnir þurfi að breyta greiðslumati á lágvaxtatímum?

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði