Á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir endurskoðendur er Jón Rafn Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi og fjármálastjóri Samherja, hæstu tekjurnar miðað við greitt útsvar eða tæplega 2,8 milljónir króna á mánuði. Kristinn Bjarnason, endurskoðandi hjá Norðuráli, kemur næstur en hann er einnig með tæplega 2,8 milljónir.

Á topp tíu listanum eru fjórir frá Deloitte, einn frá KPMG og einn frá Grant Thornton.

10 tekjuhæstu endurskoðendurnir árið 2020:

  1. Jón Rafn Ragnarsson, lögg. end. Samherji - 2.789
  2. Kristinn Bjarnason, lögg. end. Norðurál - 2.764
  3. Matthías Þór Óskarsson, lögg. end. KPMG - 2.336
  4. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, lögg. end., forstjóri Deloitte - 2.273
  5. Theodór Siemsen Sigurbergsson, lögg. end. Grant Thornton - 2.268
  6. Lúðvík Þráinsson, lögg. end. Deloitte - 2.224
  7. Auðunn Guðjónsson, fv. forstjóri Deloitte - 2.193
  8. Þórir Hvanndal Ólafsson, lögg. end - 2.169
  9. Jóhann Geir Harðarson, lögg. end. Deloitte - 2.165
  10. Davíð Búi Halldórsson, lögg. end. Enor - 2.122

(Mánaðartekjur í þúsundum króna)

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .