Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, er efst á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu hjúkrunarfræðinga á síðasta ári. Hún fékk greitt að jafnaði 1,9 milljónir króna á mánuði miðað við greitt útsvar.

María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, er í öðru sæti á listanum með 1,9 milljónir á mánuði. Hún er hástökkvari listans, en hún var í 37. sæti í síðustu útgáfu Tekjublaðsins fyrir árið 2018.

Drífa Björnsdóttir, ljósmóðir í Vestmannaeyjum, vermir þriðja sætið með nærri 1,9 milljónir að jafnaði á mánuði.

Tekjur tíu hæstu á mánuði að jafnaði í þúsundum króna:

  1. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar LSH - 1.912
  2. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrgðissv. Hrafnistu - 1.910
  3. Drífa Björnsdóttir, ljósmóðir Vestmannaeyjum - 1.860
  4. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði - 1.859
  5. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisv. Landsp. - 1.779
  6. Ólafur G. Skúlason, fv. formaður Félags ísl. hjúkrunarfræðinga - 1.664
  7. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Sjúkrah. á Akureyri - 1.645
  8. Helga Sif Friðjónsdóttir, deildarstjóri á geðsviði LSH - 1.635
  9. Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsustofnun NLFÍ - 1.603
  10. Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSN - 1.601

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .