Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndaklippari, bara höfuð og herðar, í það minnsta höfuð, yfir aðra útsvarsgreiðendur úr listageirans en miðað við greitt útsvar voru tekjur hennar að jafnaði um 6.242 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar þetta árið.

Næstan á listanum má finna Óskar Magnússon, rithöfund og bónda, með 4.648 þúsund krónur á mánuði að jafnaði en í kjölfar hans kom listmálarinn Tolli Morthens. Tekjur hans námu að meðaltali rúmlega þremur milljónum á mánuði.

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson fylgir á eftir þeim með 2.171 þúsund krónur á mánuði að jafnaði en auk ritstarfa vann hann hjá Arion banka. Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er síðan í fimmta sæti listans.

Tekjuhæsta listafólkið árið 2020:

  1. Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona - 6.242
  2. Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi - 4.648
  3. Tolli Morthens, listmálari - 3.028
  4. Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. - 2.171
  5. Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður - 1.783
  6. Baltasar K Baltasarsson, leikstjóri - 1.524
  7. Sigurjón B Sigurðsson, rithöfundur - 1.495
  8. Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður - 1.390
  9. Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarm. - 1.374
  10. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustj. Ísl. óperunni - 1.347

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .