Mika Anttonen er þriðji ríkasti Finninn og í 36. sæti yfir ríkustu Skandinavana.

Auður hans er metinn á 2 milljarða dollara eða um 270 milljarða króna, sem þýðir að hann er í 1.519 sæti á Forbes listanum yfir auðugasta fólk veraldar.

Anttonen starfaði sem olíumiðlari fyrir Neste Oyj í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar. Árið 1995 stofnaði hann félagið Greenenergy Baltic en nafni félagsins var breytt í St1 árið 2005. Félagið rekur um 1.400 bensínstöðvar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Póllandi.

Anttonen er áhugaverður maður fyrir þær sakir að þrátt fyrir að hafa starfað í olíuverslun um langa hríð hefur hann alltaf verið mikill umhverfissinni. Hefur hann lagt mikla áherslu á þróun endurnýjanlegra orkugjafa og skógrækt.

Mika Anttonen

  • 270 milljarðar króna
  • 56 ára
  • Eigandi St1
  • 3. ríkasti í Finnlandi

Fjallað er um Anttonen í tímariti Frjálsrar verslunar en þar er m.a. einnig fjallað um ríkustu Íslendingana.