Samband íslensku lífeyrissjóðanna við hlutabréfamarkað Kauphallarinnar hefur verið náið, margslungið og líflegt í gegnum tíðina.

Eftir áratug af yfirgnæfandi eignarhaldi í tiltölulega fámennri Kauphöll – sem flestir hafa álitið heldur óheilbrigt í seinni tíð – stendur nú til að hleypa þeim út fyrir landsteinana með þónokkuð stærri hluta eignasafnsins en þeir hafa áður mátt, á sama tíma og Höllin er loks að vakna almennilega til lífsins eftir hrunið.

Ekki er þó útséð um þróun hlutdeildar þeirra á innlendum hlutabréfamarkaði þrátt fyrir að sjóðirnir fái leyfi til að færa sig í meira mæli út á sama tíma og aðrir verða fyrirferðameiri á markaði hér.

Eignir lífeyriskerfisins hafa vaxið gífurlega á síðustu árum: um ríflega 50% að raunvirði síðustu 5 ár og 118% síðustu 10 sem bæði jafngildir á bilinu 8-9% árlegum raunvexti, þó vitanlega séu þar bæði ávöxtun og iðgjöld umfram útgreiðslur að verki. Öllu þessu fjármagni mun þurfa að finna viðunandi farveg þrátt fyrir rýmri fjárfestingarheimildir erlendis verði frumvarp fjármálaráðherra þess efnis lögfest.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út í lok júní. Hægt er að gerast áskrifandi hér.