Véfréttin frá Omaha – eins og einn þekktasti fjárfestir heims, Warren Buffett, er gjarnan kallaður – hefur án nokkurs vafa átt einn farsælasta fjárfestingaferil allra tíma.

Markaðsvirði eignarhaldsfélag hans, Berkshire Hathaway, hefur hvorki meira né minna en 38-þúsundfaldast frá því sem hann keypti það á um miðjan 7. áratuginn þegar það var textílverksmiðja á fallandi fæti.

Hinn 92 ára gamli Buffett er einmitt einna helst þekktur fyrir að kaupa félög sem oft hafa séð fífil sinn fegri, en hann sér þó virði í og telur undirverðlögð. Hann er því ekki mikið fyrir brask, heldur hefur hann grætt sína 100 milljarða fyrst og fremst á því að sýna þolinmæði og horfa til lengri tíma.

Í seinni tíð hefur hann notið slíkrar virðingar innan fjárfestasamfélagsins að hann hefur slíkan fjölda fylgjenda að helst minnir á poppstjörnu.

Warren Buffett

  • 104 milljarðar dala
  • Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway
  • 16,5% hlutur og 31% atkvæða í Berkshire
  • Bandaríkin
  • 92 ára

Fjallað er um Buffett og fleiri auðjöfra, meðal annars ríkustu Íslendingana, í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.