Á stuttum tíma hafa orðið umskipti í efnahagsmálum og verðbólga aukist í mörgum löndum. Ein afleiðing heimsfaraldurs er vöruskortur sem þrýstir upp verðlagi. Í febrúar hófst stríð í Evrópu sem hefur kynt enn frekar undir verðbólgu. Á Íslandi er auk þess húsnæðisskortur sem hefur leitt til mikillar hækkunar á fasteignaverði og húsaleigu. Greiningaraðilar spá því að verðbólga geti verið nálægt tveggja stafa tölu á þessu ári og verði yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstu árum. Vaxandi verðbólga er áhyggjuefni þar sem hún hefur bein áhrif á kaupmátt fólks vegna hækkunar á framfærslukostnaði en ekki síður vegna hækkunar á greiðslubyrði lána, einkum óverðtryggðra.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði