Þrátt fyrir að efnahagsástandið lendi verst á ferðaþjónustu eru hlutföll Gylfa Zoëga „fjarri því að lýsa stöðunni,“ segir Konráð.
Hagfræðingur telur að Seðlabanki Íslands hafi undanfarið gengið gegn eigin stefnu í gjaldeyrismálum, hann kallar eftir útskýringu.
Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Viðskiptaráði Íslands.
Hagfræðingi Viðskiptaráðs reiknast til að í síðustu vikuna í mars hafi Íslendingar verslað fyrir 44% minna en fyrir ári.
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir von um að hagkerfið taki „v-feril“ og vaxi hraðar en 9,7% hagvöxtur ársins 2007 á næsta ári.
Hagfræðingur Viðskiptaráðs bendir á vísbendingar um falið atvinnuleysi. Útlendingar geta farið heim í 3 mánuði á bótum.
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir mikilvægt að aðgerðir í húsnæðismálum snúi að framboðshliðinni.
Konráð S. Guðjónsson er nýráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs en hann fer þangað frá greiningardeild Arion banka.
Greiningardeild Arion banka segir fjölda ferðamanna síðustu 9 ára vera þann sama og í 59 ár þar á undan. Næstu þrjú ár muni svo jafngilda því ef spár rætast.
Ekki sé bara hægt að treysta á viðspyrnu ferðaþjónustunnar til að ná atvinnuleysi niður í „náttúrlegt“ stig, segir Konráð Guðjónsson.
Konráð S. Guðjónsson setur spurningarmerki við minnisblað ráðherra um efnahagsleg markmið ráðstafanna á landamærum.
AGS spáir að hagkerfi heimsins dragist saman um 3% á árinu, en 7,2% hér á landi. Spá tvöfalt meira atvinnuleysi en Seðlabankinn.
Hagfræðingi Viðskiptaráðs þykir sviðsmynd með um 1% samdrætti í einkaneyslu óhóflega bjartsýn.
„Svo við þýðum enska samlíkingu, þá þarf bæði „gulrót og prik“ til að hvetja okkur til góðra verka.“
Hagfræðingar Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins svara grein Þorvalds Gylfasonar um jöfnuð og velferð á Íslandi.
Formaður VR segir opinberar hagtölur ekki gefa rétta mynd af stöðu ráðstöfunartekna vinnandi fólks í samanburði milli landa.
Konráð S. Guðjónsson tekur við af Kristrúnu Frostadóttur sem hagfræðingur Viðskiptaráðs, en hún færir sig til Kviku banka.
Greiningardeild Arion banka hefur fengið liðsstyrk í Konráði S. Guðjónssyni.