Mögulegar hættur af samrunum smásölurisa við N1 og Olís hafa komið fram að einhverju leyti að mati Skeljungs.
Nanna Björk Ásgrímsdóttir og Sigurður Kristinn Egilsson voru kjörin ný inn í stjórn Skeljungs á aðalfundi félagsins í gær.
Stöðugildum fækkar um 20 hjá Skeljungi við skipulagsbreytingar sem kosta félagið 100 milljónir króna.
Einn stærsti hluthafi Strengs, meirihlutaeiganda Skeljungs, hlaut ekki náð fyrir tilnefningarnefnd félagsins til stjórnarsetu.
Hagnaður olíufélagsins lækkaði úr 1,4 milljörðum árið 2019 í 791 milljón í fyrra. Forstjórinn segir COVID-19 hafa litað afkomuna.
Huginn og eigendur útgerðarinnar Eskju eru óbeinir hluthafar í Streng, meirihlutaeiganda Skeljungs, í gegnum félag sem 365 stýrir.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir skráningu í Kauphöll skapa óhagræði og vera kostnaðarsama. Skráning á First North einfaldi málin.
Dagný Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Skeljungi, selur öll bréf sín í félaginu, degi eftir að Strengur náði meirihluta í því.
Aðeins tvö félög hækkuðu í viðskiptum dagsins, Iceland Seafood og Skeljungur sem hækkaði rausnarlega í verði annan daginn í röð.
Heildarvelta viðskipta á hlutabréfamarkaði nam 7,3 milljörðum, þar af 3,3 milljörðum í Skeljungi sem hækkaði mest, um 7,6%.
Skeljungur skoðar framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn í Færeyjum sem stóð undir 38% af tekjum Skeljungs í fyrra.
Krafa um margfeldiskosningu barst stjórn Skeljungs frá hluthöfum sem ráða yfir meira en 10% hlutafjár félagsins.
Icelandair hækkaði um 2,7% í viðskiptum dagsins en gengi flugfélagsins hefur þó lækkað um 7,3% frá ársbyrjun.
Norvik eignast 25% í Wedo, eiganda Heimkaupa, eftir 1,3 milljarða hlutafjáraukningu. Hjalti Baldursson er nýr stjórnarformaður.
Velta með bréf Skeljungs nam einungis um 100 milljónum króna. Bréf Icelandair hækkuðu um tæp 3%.
Fjárfesting olíufélagsins í hlutafjárútboði Icelandair skilaði 63,5% ávöxtun. Seldu einnig áskriftarréttindi að 31,5 milljónum hluta.
Stjórnendur lífeyrissjóða eru ósáttir við ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í tengslum við yfirtökutilboð Skeljungs.
Strengur er komið með 50,06% hlut í Skeljungi og þar með meirihluta. Vænta má mikilla breytinga á Skeljungi á næstunni.
Strengur færist nær meirihluta í Skeljungi og á nú 45% eignarhlut í félaginu.
Hluthafar sem áttu samtals 50.744.588 hluti í Skeljungi tóku yfirtökutilboði Strengs, eða sem nemur 2,56% hlutafjár í félaginu.