Nýráðinn seðlabankastjóri Tyrklands, Sahap Kavcioglu, deilir sýn Erdogan forseta um að háir vextir auki verðbólgu.
Íslandsbanki mun hætta að innheimta lántökugjald ásamt því að veita 0,10% vaxtaafslátt á grænum húsnæðislánum.
Bankastjóri Arion banka reiknar með því að vextir haldist lágir yfir langt tímabil en slær þó ákveðinn varnagla.
Íslandsbanki lækkar bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti tveimur vikum eftir vaxtalækkun Seðlabankans.
Að svo stöddu hyggjast Landsbanki Íslands og Arion banka halda vöxtum óbreyttum. Íslandsbanki mun hækka vexti.
Neytendasamtökin telja að breytilegir vextir fasteignalána verði að fylgja fyrirfram ákveðinni reglu til að teljast lögmætir.
Meðalávöxtunarkrafa bandarískra ruslbréfa hefur lækkað um meira en 5% frá því í mars og er í dag um 5,4%.
Vextir óverðtryggðra lána eru fastir til þriggja ára í senn. Þessir vextir lækka úr 4,95% í 4,57%.
Framkvæmdastjóri Birtu segir ekki tilefni til að breyta viðmiðunarvöxtum breytilegra óverðtryggðra sjóðfélagalána.
Stjórnvöld grípa til aðgerða fyrir námsmenn upp á 14 milljarða króna. Fella niður ábyrgðarmenn og gefa 15% afslátt af uppgreiðslu.
„Óvissan um hlutabréfaverð liggur í vaxtastiginu. Ef vextir hækka á ný er líklegt að hlutabréfaverð falli.“
„Vextir eru orðnir þeir sömu og í Evrópu vegna efnahagsáfallsins en Evrópusöngurinn hefur ekki þagnað.“
Breytilegir útlánavextir Arion banka lækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Vextir nokkurra innlánareikninga lækka um allt að 0,25 prósentustig.
Breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir lækka um 0,2 prósentustig, en vaxtahækkun á föstum vöxtum stendur.
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að bankinn muni halda áfram að veita fjárhagsaðstoð en vextir eru við núll prósent.
Lífeyrissjóður sem lækkaði óverðtryggða breytilega vexti á fasteignalánum niður í 2,1% í sumar lánar ekki meira á þeim út árið.
Vextir breytilegra verðtryggðra sjóðfélagalána Birtu lífeyrissjóðs lækka um 0,35% og standa nú í 1,39%.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vonast til að vextir hér á landi verði varanlega lægri en ella eftir að þeir fóru niður í 1%.
Vextir sem bankarnir bjóða á íbúðalánum hafa lækkað hraðar en lífeyrissjóða á árinu. Lækkun bankaskatts kann að skýra það.
Landsbankinn hefur tilkynnt um lækkun á útlánsvöxtum bankans en breytingin tekur gildi eftir viku.