*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Huginn og muninn
12. janúar 2019 11:09

„Læk-sparir" fylgjendur

Fegurðar- og samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk Harðardóttir ávítti fylgjendur sína.

MBL - Þorkell Þorkelsson

Mitt í allri kjaramálaumræðunni og tíðum fréttum af óvissu á hlutabréfamörkuðum vegna stöðu efnahagsmála birtist mjög áhugaverð frétt um erfiðleikana sem fylgja því að vera áhrifavaldur.

Fegurðar- og samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk Harðardóttir ávítti fylgjendur sína á Instragram í upphafi vikunnar og sagði að þeir ættu ekki einungis að vera fylgjendur heldur stuðningsmenn. Í því samhengi benti hún á að fjölda þeirra sem skoða myndir hennar og þeirra sem like-a myndir hennar ber ekki saman – og talsvert ber á milli. „Það eru svona 15-18 [þúsund] sem skoða myndina mína og ég fæ kannski 400 likes. Kommon“.

Manuela Ósk sagði að vissulega væri öllum frjáls að velja hvað þeir like-uðu og hvað ekki en spurði um leið til hvers fólk væri að fylgja reikningi hennar ef þeim „líkar“ aldrei efnið sem fer þangað inn. Það er ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.