*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
10. október 2020 10:08

365 og Íslenska auglýsingastofan

Sagan segir að 365 hafi teygst sig ansi langt til að greiða götu Íslensku auglýsingastofunnar.

Hjalti Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar.
Aðsend mynd

Það vakti þónokkra athygli í viðskiptalífinu þegar fréttir bárust af því að Íslenska auglýsingastofan, sem starfað hafði í rúma þrjá áratugi, hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hrafnarnir vita auðvitað að heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fyrirtæki. Því til viðbótar þá hætti Icelandair viðskiptum við stofuna á síðasta ári og var það mikið högg.

Í tilkynningu frá stofunni kom fram að ein af ástæðum gjaldþrotsins hefði verið leigusamningur við 365 vegna skrifstofuhúsnæðis. Ekki hafi tekist að endursemja við félagið. Þetta kom hröfnunum eilítið spánskt fyrir sjónir því þeir hafa nefnilega heyrt að 365 hafi teygt sig nokkuð langt. Þannig hafi einu sinni verið gert sérstakt greiðslusamkomulag við eigendur stofunnar og þrátt fyrir að stofan hafi skuldað nokkurra mánaða leigu þá hafi 365 ekki farið í harðar innheimtuaðgerðir m.a. vegna stöðunnar í efnahagslífinu. Enn fremur hafa hrafnarnir heyrt að 365 hafi boðist til þess að breyta uppsafnaðri skuld í hlutafé með því fororði að hægt væri að kaupa hlutinn til baka þegar betur áraði. Allt að einu, Íslenska auglýsingastofan lýsti yfir gjaldþroti.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.