Undarleg frétt birtist á vef Stundarinnar þann 10. ágúst. Hún fjallar um fasteignakaup auðmannanna Björgólfs Thor Björgólfssonar og Róberts Wessmann og gert að því skónna að þeir lagst í fléttugerð til þess að losna við að greiða fasteignagjöld. Í fréttinni segir

Fasteignamat þekktra lúxuseigna sem nafntogaðir auðmenn hafa keypt og selt á undanförnum árum er mun lægra en það kaupverð sem fékkst fyrir eignirnar. Í sumum tilvikum er munurinn svo mikill að eigandi slíkrar lúxuseignar greiðir hundruðum þúsunda króna minna í fasteignaskatt á ári en ef miðað væri við kaupverðið.“

Flétta þeirra felst þá samkvæmt blaðamanni að þeir greiða ekki fasteignagjöld af markaðsvirði fasteignanna heldur lögformlegu fasteignamati. Reiknar blaðamaður svo út hvað þeir hefðu þurft að greiða til hins opinbera væru fasteignagjöldin reiknuð út frá markaðsvirði. En hann tekur ekki fram að þarna skipa þeir Björgólfur og Róbert sér í hóp allra þeirra Íslendinga sem hafa staðið í fasteignakaupum um langa hríð enda er fasteignamat í flestum tilfellum undir markaðsvirði eins og flestir vita.

Það beina athyglinni að fasteignakaupum tveggja nafntogaðra einstaklinga í þessu samhengi er frekar undarlegt og ber vott um frekar furðulegt fréttamat.

Fjölmiðlarýni er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. ágúst 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði