Hrafnarnir efast ekki um að leigubremsan verður fyrir valinu þegar Árnastofnun lýsir yfir hvert orð ársins ár. Þetta hugtak hefur farið eins og eldur um sinu í íslenskri efnahagsumræðu undanfarin misseri. Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins boðað að ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um innleiðingu slíkrar bremsu. Þessu fagna allir sem hafa engan skilning á lögmálum framboðs og eftirspurnar en hrafnarnir eru augljóslega ekki í þeim hópi.

En hafi Sigurður Ingi og félagar hans í ríkisstjórninni raunverulega trú á því að skilvirkt sé að draga úr verðlagshækkanir á leigumarkaði telja hrafnarnir að stjórnmálamenn þurfi að svara spurningum um hvort til standi að beita þessu úrræði á öðrum sviðum? Kemur til að mynda til greina að beita mjólkurbremsu eða þá paprikubremsu á matvörumarkaði eða jafnvel salernispappírsbremsu?

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.