*

laugardagur, 4. júlí 2020
Huginn og muninn
20. júní 2020 11:05

Að senda fyrirspurnir úr glerhúsi

Fréttamenn RÚV mega þakka fyrir að geta eftirlátið öðrum samskipti við vinnuveitanda sinn.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Gígja Einars

Að undanförnu hefur RÚV fjallað um embættisfærslur Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og þá sérstaklega skipan Einars Huga Bjarnasonar, sem formanns fjölmiðlanefndar.

Greindi RÚV frá því að Einar Hugi hefði minnst setið í átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Hrafnarnir ráku augun í það að í einni fréttinni af þessu máli var tiltekið að það hefði tekið ráðuneytið átta daga að svara fyrirspurn, sem ítrekuð var daglega, um greiðslur til nefndarmanns ráðherrans.

Slík bið er náttúrulega lýjandi en samt barnaleikur miðað við samskipti við útvarp allra landsmanna. Tæpum ellefu mánuðum eftir að beiðni um afrit af fundargerðum stjórnar RÚV var send af stað hefur aðeins lítill hluti hennar verið afgreiddur. Fréttamenn RÚV ættu því að þakka fyrir að geta eftirlátið öðrum samskipti við vinnuveitanda sinn.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.