*

föstudagur, 6. desember 2019
Huginn og muninn
20. júlí 2019 10:02

Ætti að kalla Björgólf til?

Hrafnararnir velta fyrir sér hvort Björgólfur Thor, einn eigenda Nova, gæti komið á sættum milli forstjóra Símans og Sýnar?

Aðsend mynd

Heiðar Guðjónsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Sýnar, fer ekki meðfram veggjum og það kunna Hrafnarnir vel að meta. Heiðar hafði ekki setið lengi þegar hann hóf skeytasendingar á Símann, helsta keppinautinn. Þar var Orri Hauksson, forstjóri Símans, til svara og hafa skeytin nú flogið á milli í nokkrar vikur.

Hröfnunum leiðast ekki deilur en þær geta orðið langdregnar þegar penninn er eina vopnið. Þess vegna datt Hröfnunum ráð í hug um hvernig mætti skera á hnútinn. Af hverju er þriðji samkeppnisaðilinn, fyrirtækið Nova, ekki kallaður til að skera úr um málið? Bæði Orri og Heiðar hafa starfað fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, einn eigenda Nova, og ættu því að treysta honum til að skera úr um í deilunni.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.