*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
10. apríl 2017 10:10

Ættu að vera uggandi yfir forðanum

Óvíst er hvort Seðlabankinn hefur efni á því að viðhalda gjaldeyrisforðanum, því eigið fé bankans, sem stóð í 78,8 milljörðum króna í ársbyrjun 2016 var um síðustu áramót komið í 44,1 milljarða.

Haraldur Guðjónsson

Það vakti athygli Hrafnanna við lestur ársskýrslu Seðlabanka Íslands að afkoma bankans af 815 milljarða króna gjaldeyrisforða hans var neikvæð um 114 milljarða króna í fyrra. Það er skelfileg ávöxtun, svo ekki sé sterkar kveðið að orði, en vaxtamunur við útlönd, sem og styrking krónunnar, hefur leikið forðann grátt.

Raunar er svo komið að óvíst er hvort bankinn hefur efni á því að viðhalda forðanum, því eigið fé bankans, sem stóð í 78,8 milljörðum króna í ársbyrjun 2016 var um síðustu áramót komið í 44,1 milljarða. Kostnaðurinn minnkar örlítið við kaup ríkisins á eigin skuldabréfum í gær, en engu að síður þá hljóta stjórnendur Seðlabankans að vera uggandi um framhaldið.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is