*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Huginn og muninn
13. júní 2011 15:02

„Afleiðingarnar fyrir Ísland gætu orðið skelfilegar“

Nýr stjórnarformaður FME lagði á sínum tíma mikla áherslu á mikilvægi þess að samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aðalsteinn Leifsson
Gunnhildur Lind Photography

Aðalsteinn Leifsson, lektor og sérfræðingur í samningatækni, segir að skynsamlegast væri fyrir Breta og Hollendinga að vera án samnings við Íslendinga um Icesave í nokkurn tíma ef ríkisábyrgðin verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bið sé til þess eins fallin að styrkja stöðu þeirra og veikja stöðu Íslendinga. Afleiðingarnar fyrir Ísland gætu orðið skelfilegar.“ Þetta var frásögn Ríkisútvarpsins af samtali við Aðalstein Leifsson í janúar 2010 þegar Icesave II var til meðferðar. Nú er Aðalsteinn formaður stjórnar FME. Aðalsteinn verður án efa farsælli í að sjá þróunina fyrir á þeim vettvangi.

Stikkorð: FME
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.