*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
4. júní 2017 10:09

Áfram af skipan dómara

„Það er mikill misskilningur að hæfnisnefnd eigi að hafa síðasta orðið um það hverjir gegna dómaraemb­ætti við íslenska dómstóla.“

Haraldur Guðjónsson

Áfram af skipan dómara. Það er mikill misskilningur að hæfnisnefnd eigi að hafa síðasta orðið um það hverjir gegna dómaraemb­ ætti við íslenska dómstóla. Dómarar eru ekki lýðræðislega kjörnir og eru með mesta atvinnuöryggi sem þekkist á byggðu bóli. Engin leið er að losna við dómara nema hann bókstaflega gerist brotlegur við lög og þarf þá aðra dómara til verksins. Það er því mjög eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, ráðherra og þing, komi að skipan dómara í embætti.

Það vill nefnilega svo til að hæfnisnefndin er að meirihluta skipuð af dómstólum og dómstólasýslunni (en stjórn hennar er að meirihluta skipuð af dómstólum). Það væri með öllu óeðlilegt ef dómarar hefðu fyrsta og síðasta orðið um það hverjum auðnist að komast í þeirra hóp. Það er svo sem allt í lagi að dómarar fái að tjá álit sitt á hæfi umsækjenda, enda eru þeir jú sérfróðir á sínu sviði, en það gengur alls ekki ef það verður venjan að kjörnir fulltrúar almennings hafi ekkert um það að segja hverjir fara með dómaravald í samfélaginu. Þá fyrst gætum við farið að tala um lýðræðishalla.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is