*

föstudagur, 21. janúar 2022
Huginn og muninn
25. september 2021 17:09

Aftur borðaklippingar fyrir kosningar

Skemmtilegast þótti hröfnunum hins vegar þegar Lilja Alfreðsdóttir tók á móti tillögum starfshóps um framtíð þjóðarleikvanga.

Haraldur Guðjónsson

Í liðinni viku vöktu Huginn og Muninn athygli lesenda á því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði fundið sér nokkur ljósmyndamóment til að tromma upp stemninguna rétt fyrir kosningar.

Síðan þá hafa aðrir ráðherrar fylgt í kjölfar hennar. Félagsmálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason fann til að mynda fé til að tryggja rekstur Píeta samtakanna í nokkur ár, framlengdi samning við SÁÁ um sálfræðiþjónustu fyrir börn og Bjarni Benediktsson hyggst bæta íþróttafélögum upp tekjutapið sem af samkomutakmörkunum hlaust.

Skemmtilegast þótti hröfnunum hins vegar þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók á móti tillögum starfshóps um framtíð þjóðarleikvanga. Eins og allir vita hafa þau mál margslegið Íslandsmetið í stöðnun án atrennu á þessu kjörtímabili. Tilrauninni mætti því líkja við frumlestur námsefnis nóttina fyrir lokapróf.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.