*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Huginn og muninn
29. maí 2017 10:04

Ágreiningar og þingrof

Ef rétt er að rjúfa þing nú vegna ágreinings innan meirihlutans, þá var svo sannarlega tilefni til þess árið 2010.

Steingrímur J. Sigfússon.
Haraldur Guðjónsson

Ágreiningurinn um fjármála­áætlunina er vissulega fréttnæmur og áhugavert verður að sjá hvernig stjórnarliðum tekst að spila úr þessu máli. Einhver málamiðlun verður fundin, á því er lítill vafi.

Það er hins vegar orðið ansi hvimleitt að lesa hverja fréttina á fætur annarri þar sem stjórnarandstöðuþingmenn segja að ekki sé annað í stöðunni en að rjúfa þing og boða til kosninga. Þessi kór hefur sungið nær sleitulaust frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð og verður háværari við hvern fréttastubbinn um einhvers konar ágreining í stjórnarliðinu.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, sagði til að mynda í þingsal í gær að „forsætisráðherra landsins gerði við þessar aðstæður rétt í því að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta er ónýt ríkisstjórn.“

Ekki datt Steingrími sjálfum í hug að rétt væri að rjúfa þing þegar hann stóð frammi fyrir uppreisn í eigin flokki vegna Evr­ópumála og Icesave-samninganna í tíð síðustu vinstristjórnar. Ef rétt er að rjúfa þing nú vegna ágreinings innan meirihlutans, þá var svo sannarlega tilefni til þess árið 2010.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.