*

laugardagur, 18. september 2021
Huginn og muninn
10. janúar 2021 09:09

Áherslur VG og ASÍ í grænbók?

Hvernig ætla Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að koma sér saman um grænbók um vinnumarkaðinn?

Henný Hinz er nú aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðsmála.
Haraldur Guðjónsson

Eitt af verkefnum Hennýjar Hinz, fv. hagfræðings ASÍ sem nú starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðarins, er að vinna að gerð grænbókar um vinnumarkaðsmál. Það er í sjálfu sér ágætt að hið opinbera marki sér einhverja stefnu í vinnumarkaðsmálum. Það liggur fyrir að það þarf að breyta því umhverfi hér á landi og það gengur ekki til lengri tíma að í svo litlu hagkerfi séu mörg hundruð kjarasamningar í gildi.

Hrafnarnir telja þó ólíklegt að hagsmuna atvinnulífsins sé gætt við þessa vinnu. Þá sjá hrafnarnir ekki alveg fyrir sér hvernig Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að koma sér saman um grænbók um vinnumarkaðinn og kynna hana fyrir kosningar. Varla ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að sætta sig við og kvitta upp á áherslur ASÍ og VG í vinnumarkaðsmálum?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.