*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Huginn og muninn
8. maí 2016 10:09

Áhugi fyrir Þórdísi?

Hrafnarnir hafa heyrt að nokkur áhugi sé fyrir því aðstoðarmaður innanríkisráðherra bjóði sig fram í Norðvesturkjördæmi.

Aðsend mynd

Hér var fjallað um það í síðustu viku að þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson hefðu verið orðaðir við oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi eftir að héraðshöfðinginn og forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur. Hrafnarnir hafa síð­ustu vikur einnig heyrt að nokkur áhugi sé fyrir því að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, bjóði sig fram í kjördæminu.

Þórdís Kolbrún er alin upp á Akranesi og var kosningastjóri flokksins í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá mun líka vera nokkur áhugi á því að hún bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, en hún er nú búsett í Kópavogi.

Ekki er vitað hvað Ragnheiður Ríkharðsdóttir hyggst gera í næstu kosningum og Hrafnarnir heyra að lítil ánægja sé með störf Elínar Hirst innan flokksins, en báðar eru þær þingmenn SV-kjördæmis. Taki Þórdís Kolbrún sæti á lista líta sjálfstæð­ismenn þannig að á að búið sé að slá tvær flugur í einu höggi, að fá öfluga konu og ungan einstakling á lista

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is