*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Huginn og muninn
12. ágúst 2017 11:09

Áhugverðar kosningar framundan?

„Sagt er að sjálfstæðismenn leiti með logandi ljósi að borgarstjóraefni sem geti velt Halldóri Halldórssyni úr sessi.“

Haraldur Guðjónsson

Þó að sumarið sé ekki liðið eru margir farnir að undirbúa sig fyrir harðan vetur, kosningavetur nánar til tekið. Sagt er að sjálfstæðismenn leiti með logandi ljósi að borgarstjóraefni sem geti velt Halldóri Halldórssyni úr sessi, sem fáir telja líklegan til afreka næsta vor.

Forystufólk í Viðreisn talar svo fallega um Gísla Martein Baldursson, að flestir gera ráð fyrir að snemma á næsta ári hefjist mikið leikrit um að draga hann nánast nauðugan í framboð fyrir vinstrisinnaða hægrimenn. Stærsta bomban kynni þó að vera óvæntur frambjóðandi hægrisinnaðra miðjumanna, því æ oftar heyrist hvíslað um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kunni að vera tilleiðanlegur til þess að leiða lista Framsóknar í borginni.

Hann er ekki óumdeildur maður, en fáir mótmæla því að hann hafi djúpstæða þekkingu og athyglisverðar hugmyndir um uppbyggingu borgarinnar, sem höfðað gætu til mun fleiri kjósenda en Framsóknarflokkurinn nær yfirleitt til í höfuðborginni. Úr gætu orðið afar spennandi kosningar.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.