*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Huginn og muninn
12. júní 2021 10:05

Áhyggjuefni fyrir Guðlaug Þór?

Fyrir flokk sem stærir sig af lýðræðislegu vali ætti að vera æskilegt að raunverulegt val fari fram um efstu sæti.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson hafði með naumindum betur en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í prófkjörsslagnum í Reykjavík. Fuglar hvísla að Áslaug hafi ítrekað verið vöruð við því að fara gegn Guðlaugi Þór.

Fyrir flokk sem stærir sig af lýðræðislegu vali ætti að vera æskilegt að raunverulegt val fari fram um efstu sæti. Einsýnt er að Áslaug átti erindi í slaginn.

Sigurreifur sagði Guðlaugur Þór hóp fólks hafa reynt að fella hann en fólkið í Sjálfstæðisflokknum hafi unnið. Það verður að teljast sérkennilegt að álíta framboð sitjandi ráðherra atlögu einhvers hóps að flokknum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir formannsdraum Guðlaugs Þórs að Áslaug, sem aldrei hefur leitt listann, sé með álíka fylgi og hann.

Í hugum hrafnanna eru sigurvegarar prófkjörsins í reynd konurnar á listanum, þær Áslaug, Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem minntu rækilega á að ekkert fæst gefins í stjórnmálum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.