Hrafnarnir lásu um það í Fréttablaðinu í síðustu viku að samkvæmt nýrri könnun þá eiga um 10% heimila landsins erfitt með ná að endum saman um hver mánaðamót.

Könnunin vakti töluverða athygli og ritaði meðal annars Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri blaðsins, leiðara um niðurstöðu hennar og taldi hana mikilvægt innlegg í komandi kjarasamninga. Hrafnarnir benda á að könnunin er í stórum dráttum í samræmi við lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árin 2019-2021 og kynnt var síðasta vetur. Meginniðurstaðan er sú að hlutfall þeirra heimila sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman hefur aldrei verið lægra hér á landi. Einhverjir myndu telja það merkileg tíðindi sé heimsfaraldurinn sem reið yfir hafður í huga og þær miklu væringar sem hafa verið í heimsbúskapnum í kjölfar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 11. ágúst 2022.