*

föstudagur, 14. maí 2021
Huginn og muninn
11. apríl 2021 15:05

„Allt frekar afslappað“

Smitum í Svíþjóð hefur fjölgað um 86% það sem af er ári en 9% á Íslandi samt er allt frekar afslappað í Stokkhólmi.

Um 850 þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð. Er landið í 14. sæti af 221 yfir flest smit miðað við fjölda íbúa og því 27. sæti yfir flest dauðsföll miðað við fjölda íbúa. Til samanburðar hafa 6.256 smitast af veirunni á Íslandi og erum við í 101. sæti yfir smit miðað fjölda íbúa og því 130. sé miðað við fjölda látinna. Það sem af er þessu ári hefur smitum á Íslandi fjölgað úr 5.754 í 6.256 eða um 9%. Í Svíþjóð hefur smitum fjölgað úr 457 þúsund í 850 þúsund eða um 86%.

Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, býr í Svíþjóð þar sem hún leikur með AIK í Stokkhólmi. Í samtali við Vísi segist hún sátt við að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. „Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað.“

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.