*

laugardagur, 20. júlí 2019
Huginn og muninn
27. janúar 2017 17:40

Ánægja með Óla Björn

Líklega eru fáir menn og konur á Alþingi sem hafa talað meira fyrir minnkandi ríkisafskiptum og auknu viðskiptafrelsi en Óli Björn.

Hrafnarnir urðu varir við ánægju innan atvinnulífsins með skipan Óla Björns Kárasonar sem formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hrafnarnir geta vel skilið og jafnvel tekið undir þá ánægju, en taka ber fram að Óli Björn stofnaði Viðskiptablaðið árið 1994 og var lengi ritstjóri blaðsins. Fyrir utan það að þekkja vel til efnahags- og við­ skiptalífsins eru líklega fáir menn og konur á Alþingi sem hafa talað meira fyrir minnkandi ríkisafskiptum, auknu viðskiptafrelsi og lægri sköttum en Óli Björn.

Nú reynir auðvitað á hvort hugsjónarmaðurinn Óli Björn sé maður orða sinna. Óli Björn hefur í mörg ár boðað aukna frjálshyggju, bæði í ræðu og riti, sér og öðrum hægri mönnum til mikillar ánægju en vinstri mönnum til mikillar óánægju – sem er ágætis markmið út af fyrir sig. Hrafnarnir munu í það minnsta halda honum við efnið.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.