*

laugardagur, 6. júní 2020
Huginn og muninn
15. september 2019 11:55

Andmælalaus fjölgun skattþrepa?

Athygli vekur hve litlum mótbárum það hefur mætt að fjölga eigi skattþrepum á ný og þar með flækja skattkerfið.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp ársins 2020.
Eyþór Árnason

Athygli vekur hve litlum mótbárum það hefur mætt að fjölga eigi skattþrepum tekjuskattkerfisins hér á landi á ný úr tveimur í þrjú. Breytingarnar voru kynntar samhliða undirritun kjarasamninga í vor og eiga að koma til framkvæmda á næstu tveimur árum samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti í síðustu viku.

Tveggja þrepa skattkerfið var tekið upp árið 2017 eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði talað fyrir breytingunni um langa hríð. Einhvern tímann hefðu talsmenn einfaldara ríkisvalds stigið upp á afturlappirnar og mótmælt því að verið sé að flækja skattkerfið. Líklega hjálpar við að kyngja hinu nýja þrepi að samhliða því er verið að lækka tekjuskatt á flesta ef ekki alla launþega.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér 


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.