*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
24. apríl 2020 16:13

Andsvör en ekki umsögn?

Frestur til að veita umsögn um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum hefur verið lengdur í þrígang að beiðni SKE.

Haraldur Guðjónsson

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á samkeppnislögum sem miðar meðal annars að því að færa lagaumhverfið hér á landi nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.

Breytingarnar féllu ekki sérstaklega vel í kramið hjá Samkeppniseftirlitinu (SKE). Umsögn stofnunarinnar og fylgiskjöl á samráðsstigi töldu tæplega 150 blaðsíður auk þess að SKE opnaði sérstaka „upplýsingasíðu“ um fyrirhugaða breytingu og ummæli annarra um hana. Þingleg meðferð frumvarpsins stendur nú yfir og hefur umsagnarfrestur verið lengdur þrívegis að beiðni SKE. Fyrst bar að skila þeim 23. mars en nú miðast fresturinn við 4. maí.

Hrafnarnir spurðu sig, hvað er hér að ske? Sennilegasta niðurstaðan er að eftirlitið hafi meiri áhuga á að veita andsvör við umsögnum annarra í stað þess að senda inn umsögn um frumvarpið sjálft.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.