*

fimmtudagur, 17. október 2019
Huginn og muninn
6. október 2019 10:04

Ásgeir Brynjar hættur

Háskólamaðurinn sem gagnrýndi hvað harðast framgöngu bankamanna í hrunmálunum hefur látið af störfum.

Ásgeir Brynjar Torfason.
Haraldur Guðjónsson

Það vakti athygli Hrafnanna að Dr. Ásgeir Brynjar Torfason hefur látið af stöfum sem lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Brotthvarf Ásgeirs Brynjars bar brátt að. Hann hefur verið í hópi þeirra háskólamanna sem gagnrýndu hvað harðast framgöngu íslensku bankamannanna í svokölluðum hrunmálum. Flestir muna þegar Hæstiréttur ógilti í febrúar 2017 dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu svokallaða yfir Kaupþingsmönnum, þar sem Ásgeir Brynjar hafði verið meðdómari. Hann hafði þá haft uppi óheppilegar yfirlýsingar um bankamenn á samfélagsmiðlum, meðal annars kallað þá „bankabófa“, sem gerði hann að lokum vanhæfan til að dæma í málefnum þeirra.

Ásgeir Brynjar var um skeið einn af stjórnarmönnum í Gagnsæi, samtökum gegn spillingu, sem hann hefur mikið tjáð sig um bæði í ræðum og riti. Hröfnunum er ekki kunnugt um hvað Ásgeir Brynjar hyggst taka sér fyrir hendur eftir starfslokin í Háskólanum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.