*

laugardagur, 6. júní 2020
Huginn og muninn
26. janúar 2018 11:02

Áslaug tók vel í samstarf við Dag

Borgarstjóri er sagður hafa rætt myndun meirihluta við Áslaugu Friðriksdóttur fyrir skömmu.

Aðsend mynd

Hrafnarnir fengu veður af því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri þegar byrjaður að mynda nýjan meirihluta í borginni. Ekki seinna vænna, því allir oddvitarnir sem komu að meirihlutanum í upphafi kjörtímabils ætla eða hafa þegar snú­ ið til annarra starfa. Sömu sögu er reyndar að segja af oddvitum minnihlutans.

Í þrettándagleði borgarstjórnar er borgarstjórinn sagður hafa rætt við Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa og frambjóðanda í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins, um samstarf að kosningum loknum og tók Áslaug þeim umleitunum að sögn vel. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina tók öllu verr í hugmyndirnar, eins og reyndar flest sem kemur frá meirihlutanum í borginni. Áslaug hefur hins vegar verið öllu fúsari til samstarfs, og var með­ al þeirra tólf borgarfulltrúa sem samþykktu núgildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.