*

sunnudagur, 16. júní 2019
Huginn og muninn
24. mars 2019 10:06

Átökin halda áfram

Djúpstæður ágreiningur við hinn sósíalíska arm verkalýðshreyfingarinnar leiddi til afsagnar.

Guðbrandur Einarsson.
Aðsend mynd

Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri. Í vikunni var greint frá því að enn eitt fórnarlamb hins herskáa sósíalíska arms hefði fallið í valinn.

Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna og Verzlunarmannafélags Suðurnesja, sagði af sér. Það gerir hann vegna þess að síðarnefnda félagið mun sameinast VR um mánaðamótin og þar með færist samningsumboðið til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR.

Afsögn Guðbrands kemur hröfnunum ekki mjög á óvart því djúpstæður ágreiningur hefur verið á milli hans og Ragnars Þórs. Í viðtali í Viðskiptablaðinu í janúar sagði Guðbrandur í raun að Ragnar Þór og sósíalíski armur verkalýðshreyfingarinnar hefði klofið hreyfinguna í tvennt.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is