*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Huginn og muninn
4. desember 2021 08:55

Átta og hálfur dropi

Það er ekki á nokkurn leggjandi að fara í gegnum þennan ómíkrónafbrigðisstorm allsgáður.

Haraldur Guðjónsson

Talandi um vín. Áfengisgjöld munu hækka um áramótin, sem varla telst til tíðinda enda er slík hækkun nær því að vera náttúrulögmál og sennilega eina áramótaheitið sem strengt er og aldrei brestur. Þessi þróun viðgengst þrátt fyrir að vín og skattalækkanir séu á meðal helstu áhugamála Sjálfstæðisflokksins.

Áfengisgjöld eru meðal annars notuð sem verkfæri í þágu lýðheilsu, að minnsta kosti að orðinu til, en þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist gæti Framsókn komið til bjargar nú þegar Willum Þór Þórsson er orðinn heilbrigðisráðherra.

Engum dylst að framsóknarmenn telja átta og hálfan víndropa allra meina bót og því binda hrafnarnir vonir við að stefnubreyting verði í þessum efnum í ráðuneytinu, þó ekki væri nema vegna þess að það er ekki á nokkurn leggjandi að fara í gegnum þennan ómíkrónafbrigðisstorm allsgáður.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.