*

miðvikudagur, 23. september 2020
Huginn og muninn
8. ágúst 2020 11:03

Atvinnuleysisbætur bransans

Hrafnarnir hafa að sjálfsögðu samúð með tónlistarmönnum líkt og öllum þeim sem veiran hefur áhrif á.

Önnur bylgja COVID-19 faraldursins virðist hafa náð að strönd landsins og sett daglegt líf úr skorðum öðru sinni. Mörg fyrirtæki hafa neyðst til að grípa til sömu úrræða og í vor til að halda starfsemi áfram meðan önnur hafa skellt í lás.

Þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi dæstu allir af vonbrigðum en fáir þó jafnhátt og tónlistarfólk sem horfði á gleði og tekjur verslunarmannahelgarinnar hverfa líkt og dögg fyrir sólu með einni auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Hrafnarnir hafa að sjálfsögðu samúð með tónlistarmönnum líkt og öllum þeim sem veiran hefur áhrif á. Þó gera þeir því skóna að grátkór tónlistarmanna væri ekki svo hávær ef geirinn reiddi sig minna á reiðufé og meira á greiðslur sem mynda grunn fyrir útreikning atvinnuleysisbóta.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.