Á þessum vettvangi hefur iðulega verið fjallað um með hvaða hætti fjölmiðlar fjalla um efnahagsmál. Engan þarf að undra það miðað við efnistök Viðskiptablaðsins og erindi þessa vikulega pistils. Þegar litið er til skrifanna undanfarin ár sést að fjölmiðlar eru í vaxandi mæli farnir að tileinka sér umfjöllun sem byggja á átakakenningum um eðli samfélagsins sem margir töldu úr sér gengnar. Með átakakenningum er hér vísað til hugmynda um að efnhagskerfinu sé best lýst með viðvarandi baráttu launþega og eigenda fyrirtækja þar sem hinir síðarnefndu séu sífellt að reyna að klekkja á þeim fyrrnefndu.

Niðurstöðurnar þegar leitað er að orðum á borð við „arðrán“, „auðvald“ og „auðræði“ í Fjölmiðlavakt Creditinfo eru býsna afgerandi. Þessi hugtök og önnur þeim skyld hafa orðið mun meira áberandi í íslenskri fjölmiðlaumræðu á undanförnum árum.

Sennilega er rétt að taka fram að leitin einskorðaðist ekki við aðsendar greinar á fréttavefnum Vísi þar sem einatt kennir ýmissa grasa svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þessi tilhneiging virðist ekki eingöngu vera bundin við þá sem eru yst á vinstri væng stjórnmálanna eins og ætla mætti í fyrstu. Þannig hefur verið áberandi í umræðunni um dýrtíðina og verðbólguþróunina að ráðamenn telja einhverja sérstaka þörf á því að áminna eigendur fyrirtækja um að hækka ekki verð að „óþörfu“ og af fréttum að dæma virðist Samkeppniseftirlitið vera vel í stakk búið til að taka að sér einhverskonar verðlagseftirlit.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði