*

laugardagur, 4. júlí 2020
Huginn og muninn
27. júní 2020 11:05

Bætt í ólgusjóinn

Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar telja lífskjarasamningana brostna og að verkalýðsvetur sé framundan.

Frá undirritun svokallaðs lífskjarasamnings þann 3. apríl 2019.
Haraldur Guðjónsson

Af yfirlýsingum forystufólks verkalýðshreyfingarinnar má ráða að þau telji forsendur svokallaðra lífskjarasamninga brostnar sökum „vanefnda ríkisstjórnarinnar“ á þeim og að fram undan sé verkalýðsvetur.

Líkt og oft áður virðist hnífurinn standa í verðtryggingarkúnni. Hrafnarnir sjá hins vegar ekki betur en að lántakendur séu að færa sig úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð og þar með hægt og rólega að fjölga nöglum í kistuloki verðtryggingarinnar. Því til viðbótar róa nú allir öllum árum að því að halda bátnum á réttum kili í gegnum efnahagslegan ólgusjó og vandséð hvaða hagsmunum það þjónar að láta blása úr fleiri áttum.

Það virðist blasa við að forsendur kjarasamninganna séu ekki í samræmi við raunveruleikann sem uppi er en vandséð er hvernig aðilar á hinu litla Íslandi geta borið ábyrgð á ferðalagi kórónuveiru um víðan völl.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.