*

sunnudagur, 16. júní 2019
Huginn og muninn
9. júní 2019 10:02

Bara 50 prósent?

Hugsanlega eru kaup Helgi millileikur því ekki myndi koma á óvart ef nýr aðili kæmi að Fréttablaðinu fljótlega.

Helgi Magnússon fjárfestir.
Gígja Dögg Einarsdóttir

Upplýst var í vikunni um eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi þegar greint var frá því að Helgi Magnússon fjárfestir væri orðinn einn af eigendum Fréttablaðsins. Fréttablaðið birti í vikunni frétt um að Helgi hefði keypt helmingshlut í Torgi ehf. sem á Fréttablaðið. Hinn helminginn eiga 365 miðlar hf. en samkvæmt upplýsingum á vef Fjölmiðlanefndar er skiptingin nákvæmlega jöfn. HFB-77 ehf. sem Helgi á í gegnum félagið Varðberg ehf., á 50% og 365 miðlar hf. 50%. Ingibjörg Pálmadóttir og félög í hennar eigu eiga langstærsta hlutinn í 365 miðlum hf.

Sögusagnir um að Helgi Magnússon væri í viðræðum um kaup á Fréttablaðinu hafa verið í gangi í margar vikur. Það vekur þó athygli að Helgi skuli vera einn um að kaupa því hrafnarnir höfðu heyrt að aðrir myndu koma að borðinu með honum og var nafn Þórðar Magnússonar, stærsta eiganda og stjórnarformanns Eyris Invest, nefnt. Það vekur líka athygli að Helgi skuli eignast 50% hlut í Fréttablaðinu því það þýðir að hann og Ingibjörg þurfa að vera samstíga í allri ákvarðanatöku. Hrafnarnir yrðu ekki hissa ef þessi ráðahagur væri tímabundinn og innan skamms komi nýr aðili tengdur Helga inn í myndina og kaupi restina af Ingibjörgu.

Nokkrum dögum áður en tilkynnt var um kaup Helga var nýr ritstjóri ráðinn. Er það Davíð Stefánsson, sem um árabil hefur starfað við ráðgjöf og almannatengsl. Hann var um tíma þáttagerðarmaður á Hringbraut en Helgi hefur í gegnum tíðina verður orðaður við þann fjölmiðil. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort núverandi fréttastefna Fréttablaðsins eigi sér viðreisnar von.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is