*

sunnudagur, 5. desember 2021
Huginn og muninn
8. febrúar 2020 10:02

Barnaleg verkfallsbrot

Verkföll geta greinilega tekið á sig ýmsar myndir, nú mega börn ekki taka með sér nesti í leikskólann.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Eyþór Árnason

Nú, tíu mánuðum eftir að Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir, hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vakið verkfallsdrauginn.

Verkföll á leikskólum borgarinnar hófust í vikunni. Í mörgum tilfellum er það starfsfólk í eldhúsum sem er í verkfalli og þar af leiðandi fá börnin ekki morgunmat, hádegismat eða síðdegiskaffi. Af þessum sökum ættu börnin auðvitað að taka með sér smá nesti en nei, það er bannað. Foreldrarnir þurfa að koma í hádeginu og gefa börnunum að borða, þeim sem fá fulla vistun í verkfalli.

Hrafnarnir eru alveg gáttaðir á þessu. Eru börnin verkfallsbrjótar ef þau koma með nesti, eða eru leikskólakennarar það ef þeir opna nestisboxið fyrir börnin? Eru kannski foreldrarnir að gerast sekir um verkfallsbrot með því að smyrja samloku? Það er eitthvað bogið við þetta.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.