*

sunnudagur, 5. desember 2021
Huginn og muninn
7. júlí 2018 10:39

Beðið eftir Skúla

Hrafnarnir bíða spenntir eftir ársuppgjöri Wow air fyrir árið 2017.

Haraldur Guðjónsson

Margir eru orðnir spenntir fyrir ársuppgjöri Wow air fyrir árið 2017, sem flugfélagið þarf að skila inn til fyrirtækjaskrár á næstu mánuðum. Félagið hætti á síðasta ári að gefa út ársfjórðungsuppgjör og því má segja að almenningur geti ekki nálgast neinar haldbærar fjárhagsupplýsingar um félagið síðustu 18 mánuði, eða frá gamlársdegi árið 2016.

Vegna umsvifa WOW hefur því verið gert að því skóna að félagið sé, líkt og Icelandair, kerfislega mikilvægt fyrir efnahag landsins líkt og bankarnir fyrir stöðugleika fjármálakerfisins.

WOW var snöggt til og sendi fjölmiðlum tilkynningu strax í febrúar um methagnaði áranna 2016 og 2015. Aftur á móti var yfirleitt ekki sagt frá tapi áranna þar á undan í fjölmiðlum fyrr en ársreikningi félagsins var skilað til fyrirtækjaskrár, þegar tekið var að hausta.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.