*

laugardagur, 18. september 2021
Huginn og muninn
16. október 2020 15:01

„Best of Enemies“

Hvernig væri nú að til dæmis Heiðar Guðjónsson og Gunnar Smári myndu mætast í sjónvarpssal fyrir næstu kosningar.

Gunnar Smári Egilsson og Heiðar Guðjónsson.

Heimildarmyndin „Best of Enemies“ fjallar öðrum þræði um kosningarnar í Bandaríkjunum árið 1968. Sjónvarpsstöðin ABC var lítilmagninn á bandaríska sjónvarpsmarkaðnum á þessum árum en fyrir þessar kosningar sló hún risunum NBC og CBS við þegar stöðin fékk hugsuðina William F. Buckley Jr. og Gore Vidal til að mæta í sjónvarpssal nokkur kvöld fyrir kosningarnar.

Þeir „félagar“, sem báðir eru látnir, sátu hvor á sínum endanum á hinu pólitíska rófi — Buckley hægra megin og Vidal vinstra megin. Spennan á milli þeirra var áþreifanleg og mælskulistin slík að kappræðurnar líktust helst hnefaleikakeppni af bestu sort.

Hrafnarnir stinga hér með þeirri hugmynd að sjónvarpsstöðvunum að hugsa aðeins út fyrir boxið fyrir næstu þingkosningar og efna til rökræðuþátta af þessari gerð, þar sem tekist er á um grunngildi í íslensku samfélagi. Hvernig samfélagi búum við í og hvernig samfélag viljum við. Það væri til dæmis gaman að sjá þá Heiðar Guðjónsson og Gunnar Smára Egilsson skylmast í beinni útsendingu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.