*

föstudagur, 14. maí 2021
Huginn og muninn
18. apríl 2021 10:01

Bíða skjölin niðurstöðu prófkjörs?

Hrafnarnir eru áhugamenn um góða stjórnsýsluhætti og stjórnarhætti fyrirtækja.

Stjórnarformaðurinn Bjarni Jónsson er hér fyrir miðri mynd.
Íslandspóstur

Hrafnarnir eru áhugamenn um góða stjórnsýsluhætti og stjórnarhætti fyrirtækja. Það vill svo skemmtilega til að þau tvö áhugamál sameinast í opinberum hlutafélögum og stjórnarfundargerðum þeirra.

Hrafnarnir vita til þess að nýverið hafi verið óskað eftir afritum af fundargerðum stjórnar Íslandspósts ohf. það sem af er ári en þar ku ýmislegt áhugavert vera að finna. Í það minnsta í upprunalegum fundargerðum. Orðið á götunni er nefnilega að þær sem staðfestar eru af stjórn séu talsvert rýrari eftir að stjórnarformaður hefur „tekið til í þeim“.

Þrátt fyrir biðlund og ítrekanir bólar ekkert á fundargerðunum. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að forval Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, þar sem stjórnarformaðurinn og seðlabankastjórabróðirinn, Bjarni Jónsson, sækist eftir fyrsta sæti, fer fram eftir viku og það gæti reynst óheppilegur tímaþjófur að svara spurningum um innihaldið í miðjum prófkjörsslag.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.