*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Huginn og muninn
1. júní 2019 10:02

Bjargvætturinn og ríkið

Hugh Short spurði hvers vegna ríkið kom Wow ekki til bjargar. Honum ætti því að vera í lófa lagið að svara spurningunni sjálfur.

Hugh Short.
Haraldur Guðjónsson

Fjórum dögum eftir að Wow air féll spurði fjárfestirinn Hugh Short í færslu Linkedin hvers vegna ríkið hefði ekki komið flugfélaginu til bjargar. Short stýrir fjárfestingafélaginu PT Capital sem á helmingshlut í Nova og 75% í Kea hótelum. Athygli vekur að í bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, um ris og fall Wow air er farið yfir nóttina sem Wow féll. Þá átti að fá fjárfestingafélagið PT Capital til að koma Wow til bjargar. Ekkert varð úr þeirri tilraunum og í kjölfarið var flugrekstrarleyfinu skilað inn. 

Short hafði því sjálfur tækifæri á að halda lífi í Wow. Honum ætti því að vera í lófa lagið að svara spurningunni um ríkisinngrip sjálfur. Short hefur sennilega fremur verið með herbergjanýtingu Kea hótela en hagsmuni íslenskra skattborgara í huga í færslunni.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér 


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is