*

sunnudagur, 5. apríl 2020
Huginn og muninn
18. febrúar 2020 07:47

Bjarki sigraði Kvikuleikana

Fyrir skömmu brá starfsfólk Kviku á leik og kepptist um það hvert þeirra væri fyrst að komast upp á topp úr kjallaranum.

Haraldur Guðjónsson

Í skammdeginu vill það oft verða svo að lundin þyngist og því nauðsynlegt að leita leiða til að lyfta mönnum upp. Nýverið barst Hröfnunum til eyrna frumleg leið til þessa og þeim ljúft og skylt að krunka henni áfram. 

Á síðasta ári flutti Kvika starfsemi sína yfir í Höfðatorgsturninn svokallaða en sá telur 22 hæðir, talið frá bílakjallara og upp á topp. Fyrir skömmu brá starfsfólk á leik og kepptist um það hvert þeirra væri fyrst að komast upp á efstu hæð úr neðstu hæð bílakjallara hússins.

Fótfráastur reyndist Bjarki Þór Friðleifsson, sérfræðingur í áhættustýringu, á tveimur mínútum og tíu sekúndur. Í kjölfar hans fylgdu Thomas Skov Jensen, forstöðumaður áhættustýringar (2:23) og Kjartan Ásþórsson af fjármála- og rekstrarsviði á 2:32. Nú er spurning hvort Bjarki ver titilinn að ári á Kvikuleikunum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.