*

mánudagur, 24. júní 2019
Huginn og muninn
15. ágúst 2015 08:01

Bjarnargreiði Brynjars

Stuðningsyfirlýsing frá Brynjari Níelssyni var e.t.v. ekki það sem Guðmundur Steingrímsson þurfti á að halda.

Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er sótt að honum úr öllum áttum. Meðal margra misgáfulegra ástæðna sem gefnar hafa verið fyrir slöku gengi flokksins er að flokkurinn hafi, ólíkt Pírötum, aðlagast fornu ástandi og vinnubrögðum þingsins of mikið og of hratt.

Að þessu sögðu er því alls óvíst að ummæli Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni hafi gert mikið til að styrkja stöðu forystusveitar Bjartrar framtíðar. Brynjar sagði þingmenn flokksins hafa staðið sig best stjórnarandstæðinga, m.a. vegna þess hve góðan skilning þeir hafi á þingræðinu.

Slíkur velþóknunarstimpill er e.t.v. ekki það sem Guðmundur þurfti mest á að halda í augnablikinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is