*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
10. desember 2016 11:09

Bjartsýni Birgittu

Munu viðsemjendur Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum fyrirgefa stórkarlaleg ummæli þeirra?

Haraldur Guðjónsson

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er bjartsýn á að viðræður fimmflokksins muni bera meiri árangur í annað skiptið en það fyrsta.

Hún virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að ummæli hennar um viðsemjendur sína undanfarnar vikur muni hafa neikvæð áhrif á samstarfið, en hún sagði VG vera íhaldsflokk, að Viðreisn hefði komið sér í ómögulega stöðu og þá væri ómögulegt að gleyma ofbeldinu sem Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, varð fyrir á samfélagsmiðlum þegar hann ræddi við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun.

Hugsanlega munu flokkarnir ná saman um ákveðin málefni, en ótrúlegt verður að teljast að forsvarsmenn hinna flokkanna muni í bráð gleyma því hvernig Píratar hafa hegðað sér í kjölfar kosninga.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.