*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Huginn og muninn
9. nóvember 2018 18:19

Bogi Nils styrkir stöðu sína

Líkurnar á að tímabundin ráðning Boga Nils Bogasonar sem forstjóra Icelandair verði ótímabundin hafa aukist verulega.

Aðsend mynd

Nokkuð er síðan byrjað var að taka viðtöl við kandídata í forstjórastöðu Icelandair Group. Á einni viku hefur samt margt breyst hjá félaginu. Líkurnar á að tímabundin ráðning Boga Nils Bogasonar sem forstjóra Icelandair verði ótímabundin hafa aukist verulega.

Bogi Nils hefur nefnilega glatt hluthafa Icelandair á marga vegu að undanförnu. Hann stóð sig mjög vel á fjárfestakynningu vegna árshlutauppgjörs í síðustu viku en kaupin á Wow air eru auðvitað stærstu gleðitíðindin. Með kaupunum hættir, í það minnsta tímabundið, sú pressa sem verið hefur á verð flugmiða. Auk þess hefur hann verið staðfastur gagnvart fráleitum hugmyndum flugfreyjufélagsins þótt hröfnunum finnist hafa mátt koma skýrar fram hvers vegna hlutastörf eru dýrari en full störf.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.